costa navarino, grikkland

perla grikklands

ævintýralegur staður!

Costa Navarino bíður uppá fyrsta flokks aðstöðu þar sem auðveldlega má slaka á og njóta frísins við sundlaugarbakkann, í heilsulindinni eða á ströndinni. Þess fyrir utan er svæðið dásamlega fallegt þar sem upplifa má menningu og sögu Grikkja á hverju strái. Í akstursfjarlægð frá hótelinu er að finna nokkra staði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, eins og Pilos,  fræga Olympia, Mystras og Temple of Apollo Epicurius og forn Messini og Nestor Palace. Á hótelinu er rekin Hertz bílaleiga þannig það er ekki úr vegi að skella sér í bíltúr og skoða þessar náttúruperlur og minjar.

Costa Navarino er mjög barnvænt svæði. Þarna má finna ungbarna gæslu, vatnsrennibrautargarð, barna sundlaugargarð, keilusal, inni klifurvegg, bíósal þar sem disney myndir eru sýndar daglega, körfubolta sal, og svo ekki má gleyma glæsilegu ströndinn sem hægt er að svamla í sjónum og leika sér í sandinum.

Miklar ráðstafanir hafa verið gerðar vegna covid faraldsins á Costa Navarino og er mjög miklar sóttvarnir viðhaldar um gervallt svæðið. Smellið á hnappa hér til hægri til að skoða þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar.

golfið

tveir stórkostlegir golfvellir!

Costa Navarino Golf Resort í Kalamata í Grikklandi er með bestu golfsvæðum Evrópu. Á svæðinu er tveir framúrskarandi golfvellir.  Vellirnir hafa hver sinn sjarma og eru mjög skemmtilegir viðureignar en þar fyrir utan er æfingaaðstaðan á golfsvæðunum sú flottasta sem við höfum séð.  Nú er verið að leggja lokahönd á þriðja golfvöllinn The Hills og ætti hann að vera tilbúinn haustið 2021.

bay golfvöllurinn

The Bay course er hannaður af einum fremsta golfvallahönnuði Bandaríkjanna Robert Trent Jones jr. Völlurinn er styttri en The Dunes völlurinn en krefst enn meiri nákvæmni. Frá Bay vellinum er stórbrotið útsýni yfir flóann og til næsta bæjar Pilos.  Við völlinn er glænýtt klúbbhús sem er með glæsilegar veitingar og verslun.  Þetta nýja klúbbhús var valið “Clubhouse of the Year 2020” af Golf Inc. Magazin.

Dunes golfvöllurinn

The Dunes er hannaður af fyrrum Ryder Cup fyrirliða og Masters meistara Bernhard Langer. Annar hluti vallarins liggur meðfram sjónum sem gefur honum þetta „links“ yfirbragð og hinn hluti vallarins endurspeglar grískt landslag með ólívu- og sítrónuræktun allt í kring.

Völlurinn er hannaður með það í huga að þjóna jafnt atvinnukylfingum sem og öðrum áhugakylfingum.

The Westin

5 stjörnu hótel

Gist er á Westin Resort Costa Navarino sem er fimm stjörnu hótel af bestu gerð. Öll herbergin eru glæsilega innréttuð í gömlum Messinian Mansions stíl í fullkomnu samræmi við uppruna og óspillt umhverfið. Herbergin eru skreytt með nútíma húsgögn, ljósum við og máluð í litum innblásnum af sjó og sandi. Hér geta gestir notið þess besta í mat og drykk jafnt innan sem utan dyra.

Heilsulind hótelsins býður upp á framúrskarandi úrval hefðbundna grískra olíumeðferða sem byggðar eru á fornum venjum og nýta eingöngu náttúruleg efni frá svæðinu. Sérkenni heilsulindarinnar eru sérsniðnar meðferðir byggðar á kenningum Hippókratesar föður vetrænnar læknisfræði.

Glæsileg líkamsræktar aðstaða er innifalin fyrir alla gesti hótelsins. Þar má finna fullkominn tækjasal, leikfimissal þar sem reglulegir tímar eru allan daginn eins og golf jóga, jóga, pílates, brennslutímar ofl. Þarna er stór upphituð innilaug, heitur nuddpottur, sauna og gufa. Fullkominn staður til að enda góðan golfdag.

Á Costa Navarino er stór strönd sem tilheyrir hótelinu. Þar er einnig veitingastaður og frábær aðstaða fyrir strandlíf.

wes3289po.209106_tt

Ótal afþreyingar-möguleikar

 • Golf
 • SPA Meðferðir
 • Strandlíf
 • Tennis
 • Líkamsrækt
 • Jóga
 • Hjólaferðir-Hjólaleiga á staðum. Sjá nánar hér
 • Fjallaskokk
 • Skoðunarferðir með rútu eða leigðu þér bíl 
 • Bátsferðir frá Pilos um nálægar eyjar
 • Kennsla í grískri matargerð …svo lengi má telja..
icon4

PGA fararstjórar

Fararstjórar okkar eru PGA lærðir kennarar og sjá bæði um fararstjórn og golfkennslu í þessum ferðum.

icon5

Greiðsluskilmálar

Allar ferðir þurfa að vera fullgreiddar eigi síður en 8 vikum fyrir brottför.

icon6

Hvað segir fararstjórinn?

Mætið með góða skapið 🙂

icon1

Takmarkaður sætafjöldi

Í hverri ferð er takmarkaður sætafjöldi og er hámarksfjöldi í hverja ferð 24-32.

icon3

Kódak móment

Hér vilt þú ekki gleyma myndavélinni heima.

icon2

Sögufrægar slóðir

Í Grikklandi eru margar sögufrægar minjar sem vert er að skoða. Við útvegum ferðir til Olympia fyrir þá hópa sem vilja fara þangað. Lágmark 6-8 manns í hverja ferð.​

komdu með í 5 stjörnu lúxus golfferð

Sendið okkur fyrirspurn