pGA Catalunya, Spánn

ævintýri á
Spáni

stórbrotinn staður!

Ef þú ert að leita að menningu, ævintýri, lúxus og golfi , þá ertu á rétta staðnum.  PGA Catalunya er eitt af glæsilegustu golfsvæðum Spánar og hefur verið rómað fyrir besta og stærsta æfingasvæði fyrir golfara í Evrópu. Þetta svæði  er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og er stutt í bæi eins og Lloret de Mar og á strandlengjuna  Costa Brava og mælum við eindregið með að gestir fari og skoði sig þarna um. 

Catalunya svæðið er aðeins í klst fjarlægð frá Barcelona og er flogið beint með Norwegian frá Keflavík til Barcelona.

golfið

tveir stórkostlegir golfvellir!

Golfvellirnir eru ekki af verri endanum en þarna eru tveir vellir hannaðir af Ryder Cup stjörnunni Neil Coles og fyrrum spænska sigurvegaranum Angel Gallardo.  Þessir vellir hafa verið rankaðir þeir bestu á Spáni í 6 ár í röð. Æfingasvæðið er eitt af bestu æfingasvæðum í Evrópu þó víðar mætti leita og hafa alþjóðlegir þjálfarar og landslið nýtt sér þetta svæði til æfinga.

Stadium golfvöllurinn

The Stadium völlurinn hefur verið valinn einn af bestu golfvöllum Spánar af nokkrum golf vefsíðum og tímaritum.  Fegurðin á þessum velli getur truflað golfið en óttastu eigi þarna er hver hola minnistæð og vilja kylfingar þreyta sig á þessum velli aftur og aftur þar sem vötn og glompur eru vel staðsett sem krefst þess að kylfingar haldi athygli sinni á brautunum. 

Tour golfvöllurinn

The Tour er hannaður af fyrrum Ryder Cup stjörnu Neil Coles og Angel Gallardo. Hér er hver hola óviðjafnleg í samspili náttúru og umhverfis.  Þó Tour völlurinn sé styttri og auðveldari en Stadium völlurinn þá er landslagið óviðjafnlegt og skartar hann trjám og vötnum víðsvegar um völlinn.

Völlurinn er hannaður með það í huga að þjóna jafnt atvinnukylfingum sem og öðrum áhugakylfingum.

Hotel Camiral

5 stjörnu hótel

Gist er á Hotel Camiral sem er fimm stjörnu nýtískulegt  hótel. Öll herbergin eru glæsilega innréttuð með flatskjá, stóru rými og interneti. Hér geta gestir notið þess besta í mat og drykk jafnt innan sem utan dyra.  Á veitingastaðnum 1477 getur þu valið uma ð borða inni eða úti í náttúrufegurðinni, og bjóða þeir upp á 5 stjörnu matseðil. Þarna má gæða á dýrindis steikum , drekka hágæða rauðvín og ljúka kvöldverði á vali af stórkostlegum lista af wiský sem þeir hafa sérhæft sig í.

Öll herbergi koma með fríu interneti, kaffivél og rúmgóðum baðherbergjum.

Heilsulind hótelsins býður upp á framúrskarandi úrval meðferða ásamt upphitaðri innisundlaug.

Glæsileg líkamsræktar aðstaða er innifalin fyrir alla gesti hótelsins. Þar má finna fullkominn tækjasal, leikfimissal þar sem reglulegir tímar eru allan daginn eins og golf jóga, jóga, pílates,ofl. 

Room 211 terrace; Hotel Camiral; PGA Catalunya Resort; five star hotel photography by Michelle Chaplow

Ótal afþreyingar-möguleikar

 • Golf
 • SPA Meðferðir
 • Tennis
 • Líkamsrækt
 • Jóga
 • Pílates
 • Náttúruhlaup
 • Hjólaferðir
 • Skoðunarferðir
 • Siglingar
 • Sjá nánar á heimasíðu þeirra um alla afþreyingu hér
icon4

PGA fararstjórar

Fararstjórar okkar eru PGA lærðir kennarar og sjá bæði um fararstjórn og golfkennslu í þessum ferðum.

icon5

Greiðsluskilmálar

Allar ferðir þurfa að vera fullgreiddar eigi síður en 8 vikum fyrir brottför.

icon6

Hvað segir fararstjórinn?

Mætið með góða skapið 🙂

icon1

Takmarkaður sætafjöldi

Í hverri ferð er takmarkaður sætafjöldi og er hámarksfjöldi í hverja ferð 24-32.

icon3

Kódak móment

Hér er mikil náttúrúfegurð og ekki gleyma myndavélinni!

icon2

Merkilegir bæir

Héðan er stutt í bæi eins og eins og Lloret de Mar og á strandlengjuna Costa Brava sem við mælum eindregið með að farþegar skoði á meðan dvöld stendur.

komdu með í 5 stjörnu lúxus golfferð

Sendið okkur fyrirspurn