Ferðaskilmálar

Farið vel yfir okkar skilmála fyrir hverja ferð

Upplýsingar og pantanir

Í öllum auglýsingum ferðaskrifstofunnar og á vefsíðu hennar er ávallt reynt að tilgreina verð og allar upplýsingar sem snerta hverja ferð á sem bestan veg. Hver pöntun á ferð er bindandi og skal greitt tilskilið staðfestingargjald. Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um aukaþjónustu skal það koma fram í sérsamningi aðila. Sé um að ræða pantanir fyrir hópa skal lagður fram nafnalisti sem telst skuldbindandi af hálfu farþega, en þó skal ferðaskrifstofan leyfa einstakar breytingar á nöfnun þeirra sem ferðast hafi slíkar breytingar ekki nein áhrif á heildarfjölda farþega viðkomandi hóps.

Bókanir

Ef ekki hefur verið greitt staðfestingargjald innan við viku frá bókun, þá dettur sú bókun úr kerfinu okkar. Þegar bókun er gerð í gegnum vefsvæði ferðaskrifstofunnar þá þarf að greiða staðfestingargjald í gegnum Borgun. Staðfestingargjald er ávallt minnst 50.000 krónur á farþega og er það óafturkræft gjald. Á allar bókanir leggst 4.500 kr. bókunargjald.

Greiðslur

Verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt auglýstum skilmálum ferðaskrifstofunnar og skulu ferðaskjöl sótt/afhent um leið og fullnaðargreiðsla ferðar hefur farið fram. Þó fá farþegar ávallt kvittun við greiðslu staðfestingargjalds eða innáborguna þar sem fram koma allar helstu upplýsingar sem lúta að þeirri ferð sem farþegi er að kaupa. Fullnaðargreiðslu skal vera lokið eigi síðar en 6-8 vikum fyrir brottför en í einstaka tilfellum áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess að krefjast fullnaðarfrágangs með lengri tíma í brottför ferðar. Ferðaskrifstofan krefst ávallt innáborgunar þegar pöntun er gerð og er sú upphæð breytileg eftir heildarverði og áfangastöðum. Slíkt staðfestingargjald er óafturkræft, óháð ástæðu eða ef ferðaskrifstofan riftir samningi vegna vanefnda farþega. Boðið er upp á greiðsludreyfingu í samstarfi við VISA og MASTERCARD

Aðrir skilmálar

Verð-breytingar-Aflýsingar

Gjafabréf

Farþegi getur aðeins nýtt sér eitt gjafabréf í hverri ferð. Ef ferð er aflýst þá er gjafabréf ekki endurgreitt í peningum, farþegi getur nýtt sér gjafabréfið sem inneign í aðrar ferðir á vegum Icegolf.

Verð og verðbreytingar

Uppgefin verð ferðaskrifstofunnar miða við þá dagsetningu þegar pöntun er gerð eða þegar ferð er auglýst og kann að hækka / lækka ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþáttum:
– Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði
– Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu s.s. lendingargjöldum eða gjöld fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum
– Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Öll uppgefin verð eru miðuð við skráð gengi erlendra gjaldmiðla miðað við íslenskrar krónu þegar pöntun er gerð.
Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 14 dagana áður en ferð hefst.

Breytingar á pöntun

Hægt er að breyta bókun innan viku frá bókunardegi, þó minnst 6 vikum fyrir brottför án gjalds. Ef vika er liðin frá bókunardegi og minnst 6 vikur fyrir brottför þá er hægt að breyta bókun gegn 5.000 kr. breytingargjaldi.
Ef breyting á bókun er gerð innan við 6 vikur fyrir brottför þá er breytingargjaldið 10.000 kr. og ekki er hægt að breyta um áfangastað.

Aflýsing eða breytingar á ferðaáætlun

Ferð afpöntuð þó 6 vikum fyrir brottför, þá heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af verði ferðar mínus staðfestingargjald og ferðaskrifstofan heldur eftir óafturkræfu staðfestingargjaldi.

Ferð afpöntuð innan við 6 vikum fyrir brottför, þá er engin endurgreiðsla af verði ferðar.

Athugið að sérferðir ( Afríka, Thailand, Dubai) þarf að afpanta með 60 daga fyrirvara til að fá 50% endurgreiðslu af verði ferðar mínus staðfestingargjald.

Endurgreitt er inn á það kreditkort sem greitt var með.

Endurgreiðsla á vildarpunktum ef greitt hefur verið hluti ferðar með þeim, þá er hún í formi vildarpunkta sem eru lagðir inn á vildarreikning viðkomandi. Ekki er hægt að innleysa Vildarpunkta gegn peningagreiðslu.

Ef ekki næst nægileg þátttaka í ferð þá gefur Icegolf sér þann rétt að aflýsa þeirri ferð. Miðað er við að lágmarksþátttaka í ferð sé 12 farþegar. Bókuðum farþegum í ferð þar sem ekki næst nægileg þátttaka er þó gefinn sá kostur að fara ferðina en án fararstjóra.

Takmörkun ábyrgðar, skaðabætur og forfallatrygging

Farþegar eru hvattir til að kaupa sér ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu sérstaklega fyrir ferð eða tryggja að slík trygging sé til staðar áður en ferð hefst. Ferðaskrifstofan selur ekki forfallatryggingu.
Eru farþegar hvattir til þess að leita með slíkt til eigin tryggingarfélaga sem og að gæta að því hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukortum séu þau notuð við greiðslufrágang.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka greiddar skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum. Ferðaskrifstofan gerir ávallt ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms eða veikinda. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt.
Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast til fararstjóra strax. Kvörtun skal síðan berast ferðaskrifstofunni skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan viku frá því viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti eru bótakröfur ekki teknar til greina og farþegi með aðgerðarleysi sínu samþykkt að fella niður allar slíkar kröfur á hendur ferðaskrifstofunni. Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi eða vegna aðgerða (-leysis) ferðaskrifstofunnar á hann rétt á skaðabótum, nema því aðeins að slíkt verði rakið til farþega sjálfs eða þriðja aðila sem ekki tengist ferðaskrifstofunni svo og ef ófyrirsjáanlegar eða óviðráðanlegar aðstæður eða atburðar valda því sem ferðaskrifstofan gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir. Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofuna. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem veitt var og þeirri sem veitt er.
Að öðru leyti er vísað til gildandi reglugerða bæði innanlands sem erlendis hvað varðar réttindi farþega í alferðum.

Allt efni á heimasíðu Icegolf Travel er sett fram eftir bestu vitund. Ef rangfærslur koma upp þá ber Icegolf Travel ekki ábyrgð á slíkum villum. Icegolf Travel áskilur sér þann rétt að breyta öllum upplýsingum á heimasíðu sinni án nokkurs fyrirfara.